Ég segi það satt

From LazyTown Wiki

"Ég segi það satt" is a song from Jól í Latabæ. It is sung by Siggi Sæti. Woof Woof Woof is a variation of this song.


Lyrics

Ævintýrin gerast enn

eins og þið munuð heyra senn.

Ég var á gangi oní bæ

einn .. en það var alltí læ.


Þá sá ég hreindýr þjóta hjá

þau mig næstum klesstu á

en Jólasveinninn greip í mig

og leyfði mér að sitja fyrir framan sig.


Ég segi það satt

við fórum svo hratt

við þutum af stað

og ég næstum því datt.


Þessu varla trúum við

varstu nú að segja satt.

Hættið þessu hlustið þið,

bíðið, þar til þið heyrið hvað gerðist næst

sko!


Hann vildi stoppa sjoppu í

og gefa mér alls konar gotterí.

Sleikjóinn var heillandi

rauður hvítur og glansandi.


Ég var á fullu að éta hann

þegar að sleðinn til hliðar rann

ég ruglaðist af hreindýra hnegginu

og festi sleikjóinn í skegginu.


Ég segi það satt

ég fór svo hratt

er við þutum af stað

að hann á mig datt.


Þessu varla trúum við

varstu nú að segja satt.

Hættið þessu hlustið þið ..

bíðið, þar til þið heyrið hvað gerðist næst

sko!


Skeggið ónýtt .. mér var kalt.

Gjafir fljúgandi út um allt.

Ég reyndi’ að stýra sleðanum

með Sigga, hangandi á honum.


Búðargluggar þutu hjá

bílar okkur flautuðu á.

Ég reyndi’ að tosa í taumana

en tætti’í sundur saumana .... sko á jólasveinabuxunum.


Ég segi það satt

við fórum svo hratt

við þutum af stað

og ég næstum því datt.


Þessu varla trúum við

varstu nú að segja satt.

Hættið þessu hlustið þið ..

bíðið, þar til þið heyrið hvað gerðist næst.


Þessu varla trúum við

varstu nú að segja satt.

Þessu varla trúum við

varstu nú að segja satt.